Frábær stemning í vorhlaupi VMA og MA
Á annað hundrað manns á öllum aldri hlupu í Vorhlaupi VMA og MA í blíðskaparveðri í dag. Keppt var í þremur flokkum; 15 ára og yngri, flokki framhaldsskólanema og opnum flokki og voru tvær vegalengdir í boði – annars vegar 10 km og hins vegar 5 km Hlaupið hófst og því lauk skammt sunnan við Menningarhúsið Hof.
Að hlaupinu loknu var verðlaunaafhending í Hofi og auk þess að verðlauna þrjá efstu í hverjum flokki var afhentur fjöldi útdráttarverðlauna. Sigríður Huld Jónsdóttir, aðstoðarskólameistari VMA, sagði að hugmynd að þessu hlaupi hefði komið upp fyrir fáeinum vikum og því hafi fyrirvarinn ekki verið langur. Þess vegna væri sérlega ánægjulegt hversu margir hafi mætt til leiks. Þakkaði Sigríður Huld sérstaklega Önnu Berglindi Pálmadóttur, kennara í VMA, og Sonju Sif Jóhannsdóttur, kennara í MA, fyrir þeirra miklu og góðu vinnu við undirbúning og framkvæmd hlaupsins.
Hér eru myndir sem voru teknar af hlaupurum í hlaupinu og við verðlaunaafhendinguna.
Úrslit í þessu fyrsta vorhlaupi VMA og MA urðu eftirfarandi:
5 km – 15 ára og yngri - kvk
1. Fanney Rún Stefánsdóttir (Síðuskóli) - 22:57 mín
2. Aþena Gunnarsdóttir (Glerárskóli) - 25:40 mín
3. Sunna Þórhallsdóttir (Lundarskóli) - 26:43 mín
5 km – 15 ára og yngri – kk
1. Helgi Pétur Davíðsson (UFA) - 18:29 mín
2. Valur Örn Ellertsson (Lundarskóli) - 23:42 mín
3. Arnþór Atli Atlason (Giljaskóli) - 28:58 mín
5 km - framhaldsskólanemar – kvk
1. Ásdís Guðmundsdóttir (MA) - 24:02 mín
2. Snjólaug Heimisdóttir (MA) - 24:25 mín
3. Sunna Guðrún Pétursdóttir (MA) - 26:30 mín
5 km – framhaldsskólanemar – kk
1. Kolbeinn Höður Gunnarsson (MA) - 18:21 mín
2. Snæþór Aðalsteinsson (MA) - 18:45 mín
3. Gunnar Eyjólfsson (MA) - 18:47 mín
5 km – opinn flokkur – kvk
1. Rachael Lorna Johnstone - 23:12 mín
2. Birna Baldursdóttir (VMA) - 24:54 mín
3. Ásdís Birgisdóttir (VMA) - 27:22 mín
5 km – opinn flokkur – kk
1. Bjartmar Örnuson (UFA) - 16:38 mín
2. Logi Ásbjörnsson (MA) - 21:56 mín
3. Einar Hrafn Hjálmarsson (UFA) - 22:55 mín
10 km – framhaldsskólanemar – kvk
1. Auður Kristín Pétursdóttir (UFA) - 48:34 mín
2. Oddrún Inga Marteinsdóttir (VMA) - 1:09:42 mín
10 km – framhaldsskólanemar – kk
1. Ágúst Örn Víðisson (VMA) - 40:36 mín
2. Aðalsteinn Jónsson (MA) - 41:06 mín
3. Símon Þórhallsson (MA) - 42:05 mín
10 km – opinn flokkur – kvk
1. Rannveig Oddsdóttir (UFA-Eyrarskokk) - 38:43 mín
2. Anna Berglind Pálmadóttir (UFA-Eyrarskokk) - 39:17 mín
3. Ingveldur H. Karlsdóttir (ÍR-skokk hlaupahópur) - 43:19 mín
10 km – opinn flokkur kk
1. Þorbergur Ingi Jónsson (UFA) - 34:44 mín
2. Finnur Dagsson (Eyrarskokk) - 42:16 mín
3. Einar Ingimundarson (UFA-Eyrarskokk) - 42:37 mín