Góðir gestir frá Randers í heimsókn
Síðustu daga hefur verið á Akureyri fjórtán manna hópur frá Randers Social og Sundhedsskole í Danmörku. Samstarf hefur komist á milli VMA og þessa danska skóla í vinabæ Akureyrar vegna þess að í báðum skólum er sjúkraliðanám. Af þeim sökum m.a. hafa nemendur komið frá Randers til Akureyrar og tekið hluta af sínu starfsnámi hér og það sama gildir um sjúkraliðanema í VMA. Hinir dönsku gestir áttu í gær fund með stjórnendum VMA.
Jóhannes Árnason, kennari við VMA og verkefnastjóri erlendra samskipta, hitti hópinn sl. laugardag þegar hann kom til Akureyrar og sl. sunndag fór hann
með hópnum í ferð til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar þar sem Síldarminjasafnið var meðal annars skoðað.
Í gær heimsóttu Danirnir síðan dvalarheimili aldraðra á Hlíð og einnig var einn af leikskólum Akureyrar heimsóttur en nýlega
var gerður samningur þessa danska skóla við leikskólann Kiðagil um að nemendi frá skólanum verði um tíma í starfsnámi
þar frá og með 19. eptember nk. Deginum lauk síðan með fundi Dananna með stjórnendum VMA.
Jóhannes Árnason segir að heimsókn fulltrúa Randers Social og Sundhedsskole í Randers sé til marks um að skólinn vilji styrkja enn frekar samvinnu við vinabæinn Akureyri og stofnanir hér, VMA meðtalinn, og einnig vilji Danirnir kynna sér starfsemi þeirra stofnana þar sem nemendur frá skóla þeirra í Randers taki hluta af verknámi sínu, en þeir eru hér jafnan í nokkrar vikur í senn.