Góður stuðningur frá Húsheild/Hyrnu
24.10.2024
Kennarar í rafiðndeild VMA og fulltrúar Húsheildar/Hyrnu: Frá vinstri: Magni Magnússon, kennari í rafiðngreinum, Eiríkur Guðberg Guðmundsson, framleiðslu- og sölustjóri Húsheildar/Hyrnu, Gunnar Magnússon, starfsmaður Húsheildar/Hyrnu, og Björn Hreinsson,
Fyrr í þessum mánuði færði byggingafyrirtækið Húsheild/Hyrna færði rafiðndeild VMA að gjöf borðplötur í kennslustofu fyrir stýringar.
Eins og komið hefur fram hér á heimasíðunni hafa kennarar í rafiðndeild verið að taka í notkun nýjan kennslubúnað fyrir stýringar og til þess að koma honum fyrir þurfti aukið borðrými. Húsheild/Hyrna ákvað að gefa deildinni borðplötur sem hafa síðan verið smíðaðar inn í kennslurýmið þar sem stýringarnar eru kenndar.
Fyrir þessa gjöf vill skólinn þakka af heilum hug.