Góður stuðningur Reykjafells við rafiðnbraut VMA
20.12.2018
Það er gömul saga og ný hversu mikilvægt er fyrir VMA að eiga að góða bakhjarla sem eru ávallt tilbúnir að leggja skólanum lið á einn eða annan hátt. Í dag færði fyrirtækið Reykjafell, sem annast innflutning og heildsölu á rafbúnaði, VMA gjafabréf að upphæð 100.000 krónur. Gjafabréfið er inneign fyrir rafiðnbraut VMA í verslunum Reykjafells og nýtist brautinni að sjálfsögðu mjög vel.
Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari og Óskar Ingi Sigurðsson brautarstjóri rafiðngreina veittu gjafabréfinu viðtöku úr hendi Aðalsteins Ernis Bergþórssonar rekstarstjóra Reykjafells á Akureyri. Sigríður Huld og Óskar Ingi vilja koma á framfæri einlægum þökkum til Reykjafells fyrir hlýjan hug og góðan stuðning við starf VMA.