Gríðarlega góð gjöf
14.05.2014
„Þetta er gríðarlega góð gjöf og kemur okkur að góðum notum,“ segir Óskar Ingi Sigurðsson, brautarstjóri rafiðna, um fimmtán fartölvur sem Becromal á Akureyri færði rafiðnaðardeild VMA að gjöf í dag.
„Þetta er gríðarlega góð gjöf og kemur okkur að góðum notum,“ segir Óskar Ingi Sigurðsson, brautarstjóri rafiðna, um fimmtán fartölvur sem Becromal á Akureyri færði rafiðnaðardeild VMA að gjöf í dag.
Óskar Ingi segir að mjög gott samstarf hafi komist á milli deildarinnar og Becromal og til marks um það hafi nemendur smíðað sem lokaverkefni svokallaðan prufubekk sem nýtist Becromal afar vel.
„Það má segja að fartölvur séu að verða staðalbúnaður í verkfæratöskur rafvirkja, enda eru þær notaðar fyrir hverskyns stýringar og hússtjórnarkerfi. Núna erum við komnir með fartölvur í fjórar kennslustofur, sem er mjög jákvætt. Þetta skiptir okkur miklu máli og við þökkum af heilum hug fyrir þessa góðu gjöf,“ segir Óskar Ingi Sigurðsson.