Grímsey í mynd og tónum
24.04.2017
Eitt þeirra verka sem útskriftarnemar á listnáms- og hönnunarbraut sýna nú í Ketilhúsinu og Deiglunni er myndbandsverk Valgerðar Þorsteinsdóttur. Eins og við höfum greint frá hér á heimasíðunni var það tekið upp í Grímsey í mars og síðan hefur það verið í vinnslu. Valgerður tók upp myndbandið, klippti það og setti síðan við það frumsamda tónlist sína sem hún syngur í myndbandinu. Sjón er sögu ríkari.
Útskriftarsýningin stendur til 30. apríl. Sýningarnar verða báðar lokaðar í dag, mánudag, en frá og með morgundeginum og fram á sunnudag verður opið í Ketilhúsinu 12-17 alla dagana. Í Deiglunni verður opið kl. 16-17 á morgun, fimmtudag og föstudag og kl. 12-17 á laugardag og sunnudag.