Háskólarnir kynna námsframboð sitt í VMA í dag
Hinn árlegi háskóladagur var haldinn í Reykjavík 3. mars sl. þar sem allir háskólar landsins kynntu námsframboð sitt. Eins og undanfarin ár er efnt til háskólakynninga víða um land og í dag er komið að Akureyri. Fulltrúar allra háskólanna verða með kynningu á starfsemi sinni í MA kl. 09:30 til 11:00 en hér í VMA kl. 12:30-14:00 í M01.
Allir sjö háskólar landsins kynna hvað þeir hafa upp á að bjóða en í það heila bjóðast um 500 námsleiðir. Það er því svo sannarlega margt í boði og því mikilvægt fyrir þá nemendur sem stefna á háskólanám að setja sig vel inn í málin. Háskólakynningin í dag er góður vettvangur til þess. Fulltrúar háskólanna dreifa kynningarefni og svara fyrirspurnum.
Háskólarnir sjö eru: Háskólann á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri og Listaháskóli Íslands.