Fara í efni

Heilsueflandi vika í VMA

Nemendur eru hvattir til að hjóla í skólann.
Nemendur eru hvattir til að hjóla í skólann.

Verkmenntaskólinn á Akureyri er þátttakandi í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli. Af þessu tilefni verður efnt til heilsuviku í VMA í þessari viku og hefst hún strax í dag, mánudag. Nemendur og starfsmenn eru hvattir til hollrar hreyfingar þessa viku og raunar alla daga – t.d. með því að leggja bílnum og hjóla í skólann. Heilsueflandi framhaldsskóli er á heimasíðu landlæknisembættisins sagður byggjast „á þeirri stefnu að nálgast forvarnir út frá víðtæku og jákvæðu sjónarhorni með það að markmiði að stuðla að vellíðan og auknum árangri allra í skólasamfélaginu, nemenda og starfsfólks.“ 

Dagskrá heilsuvikunnar í VMA sem hefst í dag er eftirfarandi:

Mánudagur 17. september

Gryfjan kl. 09:30 - Kynning á verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli. Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari og Valgerður Dögg Jónsdóttir kennari kynna verkefnið.

M-11 kl. 11.25 – Fyrirlestur um næringarfræði – Lárus Jónsson. Kennarar taka nemendur sína með á fyrirlesturinn.

M-01 kl. 11.45-12.00 – Núvitund – Helga Björg Jónasardóttir.

M-11 kl. 14.45 – Grunnatriðin í gömlu dönsunum – Ólafur H. Björnsson og Valgerður Dögg Jónsdóttir leiðbeina.

Eyjafjarðarhringurinn hjólaður með Svanlaugi Jónassyni, Jóhanni Gunnari Jóhannssyni og Sunnu Hlín Jóhannesdóttur. Safnast saman við VMA kl. 16.30. Engin skráning – fólk mætir bara á staðinn og tekur þátt.

 

Þriðjudagur 18. september

Kl. 08:30 - Rúta leggur af stað frá VMA með nemendur og kennarana Valgerði Dögg Jónsdóttur og Önnu Berglindi Pálmadóttur suður í Hafnarfjörð til þátttöku í árlegu Flensborgarhlaupi.

Gryfjan í löngu – Núvitund – Kristjana Pálsdóttir.

Göngutúr með Sigríði Huld Jónsdóttur skólameistara. Safnast saman við austurinngang VMA kl. 12.15. Engin skráning – fólk mætir á staðinn og tekur þátt. ##Vegna ausandi rigningar þá frestast gönguferðin, en skólameistari lofar því að þessi ganga verði farin fyrr en seinna. ###

Útivist í Krossanesborgum. Safnast saman við VMA kl. 16.15 og sameinast í bíla út í Krossanesborgir. Umsjón: Benedikt Barðason aðstoðarskólameistari og Ásdís Sigurvinsdóttir íþróttakennari.

Flensborg í Hafnarfirði kl. 17.30 – Flensborgarhlaupið.

 

Miðvikudagur 19. september

Gryfjan í löngu – Núvitund – Kristjana Pálsdóttir.

M-01 – Jákvæð sálfræði – fyrirlestur Urðar Maríu Sigurðardóttur kennara. Kennarar taka nemendur sína með á fyrirlesturinn.

 

Fimmtudagur 20. september

Gryfjan í löngu – Núvitund – Valgerður Dögg Jónsdóttir.

M-01 kl. 10.00 – Fyrirlestur um lýðheilsu – Kristjana Pálsdóttir. Kennarar taka nemendur sína með á fyrirlesturinn.

M-11 kl. 13.15 - Kynning á jóga – Árný I. Brynjarsdóttir.

Gryfjan kl. 20.00 – Skemmtikvöld á vegum nemendafélagsins Þórdunu.

 

Föstudagur 21. september

M-01 kl. 10.00 – Minniháttar málþing um heilsueflandi framhaldsskóla í umsjón Valgerðar Daggar Jónsdóttur. Kennarar taka nemendur sína með á málþingið.