Heilsuvika VMA 1.-5. apríl
29.03.2019
Framundan er heilsuvika í VMA – nánar tiltekið dagana 1. – 5. apríl nk. – og verður áherslan í skólastarfinu þá daga á hollt mataræði og hreyfingu. Af þessu tilefni var m.a. leitað til nemenda með hugmyndir að viðburðum eða öðru skemmtilegu sem tengist þema vikunnar.
Dagskrá heilsuvikunnar má nálgast hér.
Einn viðburður hefur bæst við heilsuvikuna… Óli Björns kennari kom með róðravélina upp á svið og við ætlum að reyna að róa til Reykjavíkur… Hver sem er getur farið upp á svið og róið… hver og einn sem fer þarf að róa í amk 1 mín til að vegalengdin vistist... en við förum nú létt með það!