Heimsókn frá Hollandi
04.02.2013
Í síðustu viku fékk VMA góða gesti í heimsókn frá Hollandi. Um var að ræða tvo kennara af sjúkraliðabraut í verkmenntaskóla í Assen.
Í síðustu viku fékk VMA góða gesti í heimsókn frá Hollandi. Um var að ræða tvo kennara af sjúkraliðabraut
í verkmenntaskóla í Assing.
Kennararnir, Jannie Sissing og Diane Hofland, kynntu sér starfsemi sjúkraliðabrautar VMA og starfsemi skólans almennt. Einnig kynntu þær sér starfsemi
Sjúkrahússins á Akureyri, Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri, endurhæfingamiðstöðvarinnar á Kristnesi og Dvalarheimilisins
Hlíðar.
Í framhaldi af þessari heimsókn er möguleiki á því, sem verður skoðaður nánar, að koma á samvinnu VMA og
verkmenntaskólans í Assen með nemendaskipti í huga eða samstarf af öðrum toga.
Auk framangreindra heimsókna í stofnanir á Akureyri og í Eyjafjarðarsveit fóru þær Jannie og Diane í dagsferð austur í
Mývatnssveit og nutu náttúrunnar þar í vetrarskrúða.
Báðar tvær lýstu þær mikilli ánægju með dvölina hér á Norðurlandi.
Á meðfylgjandi mynd eru þær Jannie Sissing, Diane Hofland og María Albína Tryggvadóttir, brautarstjóri sjúkraliðabrautar VMA.