Hjálparefni í stærðfræði
Hér má finna ýmsar síður þar sem nemendur geta leitað sér að aðstoð í stærðfræði
Undanfarin ár hefur Hilmar Friðjónsson kennari unnið að því að búa til stutt myndbönd – flest á bilinu 3-5 mínútur – þar sem hann útskýrir ýmsa þætti í stærðfræðinni í tali og mynd. Í heildina hefur hann búið til um 700 slík myndbönd og alltaf er að bætast í safnið. Nemendur í VMA geta haft aðgang að þessum myndböndum, skoðað þau og fengið útskýringar á ýmsum dæmum.
Myndböndin eru aðgengileg á moodle.vma.is – þar er mappa sem heitir VMASTÆ-myndbönd og nýtast þau sem hjálpartæki fyrir áfangana:
- STÆF1BP04
- STLÆF1AH05
- STÆF1JF05
- STÆF2RH05
- STÆF2TE05
- STÆF2AM05
Til þess að komast inn velja nemendur áfangann (ekki kennarann) og skrá sig síðan inn á Moodle. Að því loknu þarf einungis að smella á hnapp sem merktur er Skráðu mig (Enroll me). Einfaldast og best er að hlaða niður Moodle appi og fara inn á því.
Hér má finna ýmsan góðan fróðleik á síðunni Rasmus.is
Khan Academy, stór og aðgengilegur námsbanki á netinu.
Annar gríðarlega stór gagnabanki með allskyns fræðsluerindum er Ted.