"Hjólum í skólann" 10.-16. september
Í tengslum við Evrópsku samgönguvikuna verður efnt til framhaldsskólakeppni dagana 10.-16. september nk. þar sem nemendur og starfsmenn
framhaldsskólanna eru hvattir til þess að auka hreyfingu með því m.a. að hjóla í skólann að morgni dags. Átakið heitir
einfaldlega „Hjólum í skólann“.
Nemendur og starfsmenn VMA eru að sjálfsögðu eindregið hvattir til þess að taka þátt í þessari keppni eða átaki. Steft er að
því að ná sem flestum þátttökudögum miðað við heildarfjölda nemenda og starfsfólks skólans og skiptir máli að
fá sem flesta með einhverja daga.
Unnt er að ná hreyfingu á ýmsan hátt:
Hjólreiðar (líka rafmagnsreiðhjól þar sem þarf að stíga með).
Ganga
Hlaup
Línuskautar, hjólabretti
Almenningssamgöngur (þá er skráð sú vegalengd sem gengin er eða hjóluð til og frá stoppustöð)
Annað sem felur í sér svokallaðan virkan ferðamáta
Margvíslegur hagur er af því að efla heilsusamlega hreyfingu. Hún minnkar bílaumferð, bætir loftgæði, minnkar útgjöld
einstaklinga og samfélagsins, stuðla að betri hegðun í umferðinni og aukinni umhverfismeðvitund. Síðast en ekki síst er grunnurinn lagður
að heilsusamlegum ferðavenjum í framtíðinni.
Skráning í átakið er á heimasíðunni www.hjolumiskolann.is og er þar er að finna allar nánari
upplýsingar. Einnig er FB-síða fyrir átakið: Hjólum í skólann; framhaldsskólakeppni.
Tveir leikir verða samhliða keppninni í ár. Annars vegar skráningarleikur þar sem allir þátttakendur eiga möguleika á að vinna og
þann 17. september, daginn eftir að átakinu lýkur, verður síðan dregið út reiðhjól frá hjólreiðaversluninni Erninum
að verðmæti 100.000 krónur.
Einnig verður myndaleikur þar sem þátttakendur eru hvattir til þess að sendu skemmtilegar myndir í gegnum Instagram með #hjólumískolann
eða #hjolumiskolann. Í vinning eru snertilaus kreditkort með 25.000 króna inneign frá Valitor , en dregið verður tvisvar.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur umsjón með verkefninu sem verður í anda „Hjólað í vinnuna“ og
styður við verkefnið „Heilsueflandi framhaldsskólar“ sem Landlæknisembættið stendur fyrir.