Hörður færði KAON veglega peningagjöf
03.12.2019
Í síðustu viku færði Hörður Óskarsson, brautarstjóri málmiðnaðarbrautar VMA, Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis 400.000 króna peningagjöf.
Eins og fram hefur komið hefur Hörður um nokkurt skeið eytt mörgum af sínum frístundum í að búa til slaufur, hringa og fleira úr gamalli mynt. Þessa tómstundaiðju sína kallar Hörður Mynthringa og allkonar. Frá upphafi hefur Hörður látið drjúgan hluta af ágóða af sölu af hlutunum sem hann býr til renna til KAON til minningar um bróður sinn, Sigurð Viðar Óskarsson, sem lést úr krabbameini árið 2010.