Hreyfing í öndvegi í Íþróttaviku Evrópu
Þessi vika (25.-30. september) er svokölluð Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) en hún er haldin árlega með það að markmiði að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla álfuna og hvetja fólk til þátttöku. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur hlotið Erasmus+ styrk til verkefna sem tengjast þessari viku og í VMA er efnt til ýmissa viðburða af þessu tilefni.
Í dag verður Rúna Sif Stefánsdóttir frá Háskóla Íslands með fyrirlestur í M-01 í VMA um mikilvægi svefns og hreyfingar og hún fjallar einnig um svefnrannsóknir sem hún og fleiri hafa gert á íslenskum framhaldsskólanemum.
Klukkan 16 alla daga þessarar skólaviku er boðið upp á göngu- og hjólaferðir nemenda og starfsfólks VMA og verður lagt af stað frá Þórslíkneskinu við austurinngang skólans.
Þá bjóða líkamsræktarstöðvarnar Bjarg og World Class nemendum og starfsfólki upp á vikupssa þessa íþróttaviku.