Innritun fyrir haustönn 2020
Vinna við yfirferð á umsóknum fyrir haustönn 2020 stendur yfir. Núverandi nemendur VMA, nýnemar úr grunnskóla og svo nemendur yngri en 18 ára hafa forgang við innritun í skólann samkvæmt innritunarreglum MRN.
Ljóst er að miðað við núverandi fjárframlög er ómögulegt fyrir VMA að taka inn nema lítinn hluta af þeim fjölda sem sækjast eftir skólavist.
Þegar búið er að afgreiða nýnemaumsóknir eftir miðjan júní verður farið í að skoða umsóknir eldri nemenda og innrita í verklegt nám þar sem er svigrúm.
Þeir nemendur sem sóttu um bóklegt nám (stúdentsprófsbrautir) verða innritaðir eftir forgangsröð og því svigrúmi sem er innan brauta (áfanga).
Umsækjendur geta séð stöðu umsóknar sinnar á mms.is og þeir sem fá ekki svar í þessari viku (2.- 5.júní) munu ekki fá svar fyrr en eftir miðjan júní.