Innsetningar og gjörningar í Rósenborg
16.03.2016
Síðdegis í gær var voru til sýnis í Rósenborg innsetningar og gjörningar um tuttugu nemenda á myndlistarkjörsviði VMA í áfanganum MYNLHU - myndlist og hugmyndavinna. Kennarar eru Helga Björg Jónasardóttir og Véronique Anne Germaine Legros. Annars vegar eru nemendur í áfanganum að vinna með rými og hins vegar ljósmyndir og er þetta annað árið sem nemendur hafa tækifæri til þess að sýna verk sín í skemmtilegu sýningarrými á efstu hæð Rósenborgar. Hér má sjá myndir af verkum á sýningunni í gær.