Íslensk tunga í þriðjudagsfyrirlestri
21.03.2023
Í dag, þriðjudaginn 21. mars kl. 17:00-17:40, heldur Stefán Þór Sæmundsson, íslenskukennari og rithöfundur, fyrirlesturí Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Tungumál og tákn. Aðgangur er ókeypis. Þetta er síðasti þriðjudagsfyrirlestur vetrarins í samstarfi Listasafnsins á Akureyri, VMA, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri og Myndlistarfélagsins á Akureyri.
Í fyrirlestrinum fjallar Stefán Þór, sem í mörg undanfarin ár hefur kennt íslensku við Menntaskólann á Akureyri, um tjáningu mannsins í tímans rás og íslenska málsögu frá ýmsum hliðum.