Íþróttavika 23.-30. september - eitt og annað á dagskrá í VMA
Komandi vika, 23. til 30. september, er árleg Íþróttavika Evrópu og er af því tilefni efnt til fjölda íþróttatengdra viðburða hér á landi og um alla Evrópu. Markmiðið með Íþróttavikunni er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla álfuna og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.
Verkmenntaskólinn tekur ríkan þátt í Íþróttavikunni og verður fjöldi viðburða af þessu tilefni:
Mánudagur 23. september
Kl. 16:00-17:00
Gönguferð frá austurinngangi skólans (við Þórslíkneskið) og yfir í Vaðlaheiði. Allir eru velkomnir, bæði nemendur og starfsfólk skólans. Öllum er velkomið að bjóða með sér vinum og vandamönnum.
Þriðjudagur 24. september
Kl. 12:40-13:00
Austurinngangur skólans. Kennsla í grunnviðhaldi reiðhjóla.
Kl. 15:40-16:40
Opinn tími í líkamsræktarsal VMA í boði Hauksins, íþróttafélags starfsfólks skólans.
Miðvikudagur 25. september
Kl. 12:30-13:30
Opinn tími í líkamsræktarsal VMA fyrir nemendur og starfsfólk skólans.
Kl. 12:30-13:30
Folf mót á folfvelli sunnan skólans.
Fimmtudagur 26. september
Kl. 12:30-13:10
Réttstöðukeppni í Gryfjunni.
Kl. 13:10-14:20
Opinn tími í líkamsræktarsal VMA.
Kl. 15:50
Kynning á rathlaupi á útisvæði við mötuneyti.
Föstudagur 27. september
Allan daginn
„Spike ball “, róður, pool, borðtennis, kubbur og folf í Gryfjunni og á lóð skólans.
Alla skóladaga vikunnar
Gryfjan og útisvæði við mötuneyti
Róðraráskorun, „Spike ball “ pool, borðtennis, kubbur.
Folfvöllur sunnan skólans
Folfdiskar til láns á skrifstofu skólans.
Heilsueflingartímar
Hreystiáskorun – óhefðbundnar og hefðbundnar þrautir.
-------
Þá er þess að geta að gegn framvísun nemendaskírteina fá nemendur í íþróttavikunni:
- Frían vikupassa á Bjarg.
- Frían vikupassa í World Class.
- 2 fyrir 1 í Skógarböðin dagana 23.-25. sept. (mánudagur til miðvikudags) milli kl. 10 og 18. Ekki hægt að panta.
Í íþróttavikunni – og raunar alla daga – eru bæði nemendur og starfsfólk hvatt til þess að ganga eða hjóla í skólann. Ekkert kemur í staðinn fyrir holla og nauðsynlega útivist og hreyfingu fólks!