JóiPé og Króli, Úlfur Úlfur o.fl. á árshátíð VMA
12.02.2018
Árshátíð nemenda verður föstudagskvöldið 2. mars nk. í íþróttahúsi Síðuskóla. Þar var hún haldin í fyrsta skipti í fyrra og tókst ljómandi vel. Leikurinn verður sem sagt endurtekinn þar í ár.
Ávallt er beðið með nokkurri eftirvæntingu eftir tilkynningu stjórnar Þórdunu um skemmtikrafta á árshátíð. Upplýst var um þá með formlegum hætti í M-01 í liðinni viku og myndband spilað. Eins og þar má sjá verður þarna að venju stórskotalið. Rappararnir fá þarna eitthvað fyrir sinn snúð því tveir heldur betur vinsælir dúettar mæta á svæðið - annars vegar Úlfur Úlfur og hins vegar Jói Pje og Króli. Um annan tónlistarflutning sjá Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Matthías Matthíasson, Stefanía Svavarsdóttir og DJ Dóra Júlía. Veislustjórn verður í höndum Hugleiks Dagssonar og Bylgju Babýlons.
Nánari upplýsingar um árshátíðina síðar.