Fara í efni

Jólapeysuauglýsing ársins 2024

Jólapeysuauglýsingin 2024.
Jólapeysuauglýsingin 2024.

Í dag, fimmtudaginn, 5. desember, er jólapeysudagur í VMA. Þetta er orðinn fastur liður í skólastarfinu undir lok haustannar. Nemendur og kennarar klæðast jólapeysum eða öðru jólalegu og skapa í sameiningu sanna aðventustemningu í skólanum. 

Það er líka orðinn fastur liður að efna til samkeppni um bestu jólapeysuauglýsngu ársins og tóku nemendur á sérnáms- og starfsbrautum skólans þátt í henni. Að þessu sinni gerðu nemendur tuttugu og tvær tillögur sem voru gestum og gangandi til sýnis og þeir greiddu síðan atkvæði um bestu jólapeysuauglýsinguna. Tillaga Dagbjartar Lilju Gunnarsdóttur og Rósu Maríu Hjálmarsdóttur, sem má sjá hér til hægri, fékk flest atkvæði og var því útnefnd jólapeysuauglýsing ársins 2024.