Jón Páll Eyjólfsson með þriðjudagsfyrirlestur
Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, heldur fyrirlestur í dag, þriðjudaginn 23. mars, kl. 17 í Ketilhúsinu sem hún nefnir Leikhúsvélar, tæki og lögmál Donald Rumsfelds um stig þekkingar.
Í fyrirlestrinum mun Jón Páll fjalla um almenna kenningu sína um samyrkju í sviðslistum; Leikhúsvélina. Kenning þessi hefur bæði vakið alþjóðlega athygli og verið kennd í Listaháskóla Íslands, en hún er afurð níu ára tilraunavinnu sem miðar að samvinnu í sviðslistum og ber heitið Mindgroup
Jón Páll útskrifaðist úr East 15 Acting School í London árið 2000 og hefur síðan starfað sem leikari og leikstjóri, bæði hér heima og erlendis. Nýverið var hann ráðinn leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar.
Fyrirlesturinn er í röð svokallaðra þriðjudagsfyrirlestra sem efnt er til á þriðjudagseftirmiðdögum í Ketilhúsinu á vegum listnámsbrautar VMA, Listasafnsins á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri.
Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn og eru allir velkomnir.