Kenndu nemendum að búa til sushi
19.02.2016
Á dögunum bauð heildverslunin Garri ehf. nemendum í grunnndeild matvæla- og ferðagreina á námskeið í að búa til sushi. Um námskeiðið sáu Ívar Unnsteinsson og Júlía Skarphéðinsdóttir, matreiðslumeistarar og sölumenn hjá Garra. Ívar hefur langa reynslu í að gera sushi og rak eigin sushi-stað í nokkur ár.
Marína Sigurgeirsdóttir, brautarstjóri matvæla- og ferðabrautar, segir að námskeiðið hafi tekist mjög vel og nemendur sýnt þessu mikinn áhuga. Hér má sjá myndir sem voru teknar á námskeiðinu.