Kennsla á vorönn hefst í dag
Kennsla á vorönn í VMA hefst í dag samkvæmt stundaskrá. Sem næst 1030 nemendur stunda nám í dagskóla á þessari önn, þar af eru um 110 nýir eða endurinnritaðir nemendur. Til viðbótar eru fjarnemar, en opið verður fyrir innritun í fjarnám til 18. janúar nk. og kennsla fjarnámsnema hefst 1. febrúar nk.
Nýnemar mættu í gær á fund með námsráðgjöfum skólans. Stundaskrár voru nemendum aðgengilegar á Innu í gær. Til að fara inn í Innu er notaður Íslykill eða rafræn skilríki (www.inna.is).
Eins og venja er til er alltaf töluvert um að nemendur þurfi að breyta sínum stundatöflum. Töflubreytingar verða mögulegar hjá sviðsstjórum í dag kl. 9-12 og 13-15, nk. mánudag á sama tíma og þriðjudaginn 10. janúar kl. 9-12. Athygli er vakin á því að útskriftarnemar hafa alltaf forgang í töflubreytingar