Fara í efni

Kennslufræði fyrir iðnmeistara - námstækifæri á Akureyri

Um nokkurra ára skeið hefur ekki verið hægt að fara í nám í  kennslufræði  fyrir iðnmeistara hér fyrir norðan. Þetta hefur leitt til þess að skortur er á iðnmeisturum á Norðurlandi sem eru með kennsluréttindi. Við í VMA höfum miklar áhyggjur af þessari þróun og eftir samtal við Menntavísindasvið Háskóla Íslands var niðurstaðan sú að nemendur héðan af þessu svæði gætu tekið staðarlotur sínar í húsnæði VMA í stað þess að þurfa að fara suður. 

Nánari upplýsingar um námið er hér og hvet ég alla þá sem hafa áhuga á að bæta við sig þessari menntun að nýtja tækifærið. 

Nánari upplýsingar um námið og umsóknarferlið er á heimasíðu HÍ og í viðhengi eru upplýsingar um námið og tengiliði sem hægt er að hafa samband við til að fá frekari upplýsingar. 

Til að efla enn frekar atvinnulífið og fjölga iðnmenntuðum einstaklingum á þessu svæði þá þarf skólinn að hafa kennara í þeim greinum sem kenndar eru við skólann. 

Þeir sem uppfylla inngangskröfur eru iðnmeistarar og vélstjórar með full réttindi. Umsóknarfrestur er til 5. júní n.k. 

Skólameistari