Fara í efni

Keppast við að klára - síðasti kennsludagur annarinnar

Nemendur á öðru ári í húsasmíði unnu af kappi í gær að því að ljúka við lokaverkefni annarinnar.
Nemendur á öðru ári í húsasmíði unnu af kappi í gær að því að ljúka við lokaverkefni annarinnar.

Hratt flýgur stund. Síðasti kennsludagur haustannar er í dag og önnin því brátt á enda.

Þessa síðustu kennsludaga annarinnar eru nemendur á bæði verknáms- og bóknámsbrautum í óða önn að ljúka öllum þeim verkefnum sem fyrir þá eru lögð. Það á til dæmis við um nemendur á öðru ári í húsasmíði sem má sjá á myndinni hér til hliðar, hér eru þeir að leggja lokahönd á lokaverkefni annarinnar.

En þrátt fyrir að venjubundinni kennslu ljúki í dag er starf haustannar þar með ekki alveg að baki. Við taka námsmatsdagar þar sem nemendur sem ekki hafa lokið við öll verkefni sín fá tækifæri til þess að hitta kennara sína og ljúka við þau. Og síðan tekur við yfirferð verkefna og prófa í þeim áföngum þar sem þau hafa verið lögð fyrir nemendur - og loks skil námsmats.

Og punkturinn yfir i-ið á haustönninni verður síðan desemberbrautskráningin í Hofi annan laugardag, 21. desember, kl. 10. Nánar um hana þegar nær dregur.