Fara í efni

Kókos- og kjúklingasúpa Ársæls

Girnileg kókos- og kjúklingasúpa.
Girnileg kókos- og kjúklingasúpa.
Fyrir hálfum mánuði var ýtt úr vör hér á heimasíðunni “Uppskriftarhorni VMA” þar sem starfsmenn og nemendur VMA gefa lesendum gómsætar uppskriftir. Erna Gunnarsdóttir enskukennari reið á vaðið og hún skoraði á Ársæl Axelsson, útskriftarnema á íþróttabraut. Ársæll tók að sjálfsögðu áskoruninni og í dag birtum við gómsæta uppskrift hans. Jafnframt skorar hann á Borghildi F. Blöndal, kennslustjóra raungreinasviðs, að koma með uppskrift í næsta “Uppskriftarhorn”.

Fyrir hálfum mánuði var ýtt úr vör hér á heimasíðunni “Uppskriftarhorni VMA” þar sem starfsmenn og nemendur VMA gefa lesendum gómsætar uppskriftir. Erna Gunnarsdóttir enskukennari reið á vaðið og hún skoraði á Ársæl Axelsson, útskriftarnema á íþróttabraut. Ársæll tók að sjálfsögðu áskoruninni og í dag birtum við gómsæta uppskrift hans. Jafnframt skorar hann á Borghildi F. Blöndal, kennslustjóra raungreinasviðs, að koma með uppskrift í næsta “Uppskriftarhorn”.

Uppskrift Ársæls er eftirfarandi:

Kókos- & kjúklingasúpa
fyrir 3-4 manns

Ólífuolía
3 kjúklingabringur, skornar í munnbita
1 laukur, saxaður smátt
1 msk. ferskt engifer, rifið
1 ½ bolli kjúklingakraftur (eða 1 ½  bolli vatn og 1 kjúklingateningur)
1 dós kókosmjólk
2 tsk. karrý
1  jalapeno, fræhreinsaður og hakkaður
2 msk. límónusafi
1 lítil paprika, skorin þunnt
½  bolli ferskt kóríander
½  bolli kókosflögur
2 bollar hrísgrjón (má sleppa)

(Einnig mjög gott að seta 2-3 gulrætur, saxaðar niður og eina lúku af maís)

Aðferð

  1. Hitið olíuna í meðalstórum súpupotti. Bætið kjúklingnum í pottinn, kryddið með salti og pipar. Steikið kjúklinginn þar til hann er alveg að verða tilbúinn, bætið þá lauknum út í og steikið þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið engifer út í og steikið í 1 mínútu til viðbótar.
  2. Látið kjúklingakraftinn í pottinn, sömuleiðis kókosmjólkina, karrýið og jalapenio. Hitið að suðu við meðalhita. Bætið því næst papriku og kóríander út í og hitið í um 3 mínútur og bætið þá límónusafanum út í. Smakkið til og saltið og piprið að eigin smekk.
  3. Hellið súpunni í skálar og látið hrísgrjón ofan í súpuna. Skreytið með kóríander og kókosflögum

Verði ykkur af góðu!