Kosningar til stjórnar Þórdunu og undirfélaga - framboðsfrestur til kl. 20:00 27. mars
Annan miðvikudag, 5. apríl, ganga nemendur til kosninga og kjósa sér nýja stjórn skólafélagsins Þórdunu. Jafnframt verður kosið í stjórnir undirfélaga Þórdunu - Hagsmunaráð, Myndbandafélagið Æsir, Íþróttafélag VMA, Leikfélag VMA og Skólablaðið Mjölnir. Frestur til þess að tilkynna framboð er til kl. 20:00 nk. mánudag, 27. mars. Tilkynna skal framboð á netfangið petur@vma.is. Kosið verður miðvikudaginn 5. apríl og daginn eftir verða kunngjörð úrslit kosninganna í löngufrímínútunum, kl.9:40.
Þær stöður sem kosið verður um eru:
Stjórn nemendafélagsins Þórdunu; formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari, skemmtanastjóri, eignastjóri, kynningarstjóri og formaður hagsmunaráðs. Hagsmunaráð; stöður þriggja fulltrúa.
Leikfélag VMA; formaður, varaformaður, markaðsfulltrúi og tveir meðstjórnendur.
Æsir; formaður, markaðsfulltrúi og þrír meðstjórnendur.
Mjölnir; ritstjóri, markaðsfulltrúi, hönnunarstjóri og tveir meðstjórnendur.
Íþróttafélag VMA; formaður, gjaldkeri, kynningarstjóri og tveir meðstjórnendur.