Fara í efni

Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna 2021

Umsóknarfrestur á Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna, KHF 2021, er 15.des. n.k. En lokaskil stuttmyndanna sjálfra er í lok janúar eða seinna.

Við viljum endilega fá inn stuttmyndir frá nemendum skólans.
Hátíðin verður mögulega haldin helgina 27. og 28. febrúar. Nánari upplýsingar er að finna á filmfestival.is.
Nemendur geta sent inn myndir sem þeir hafa þegar búið til eða gert nýjar ef áhugi er fyrir hendi.
Þetta er frábært tækifæri fyrir nemendur til að koma sér á framfæri og leyfa sköpunargáfunni að njóta sín.
 
Myndirnar á hátíðinni keppa um vegleg verðlaun og eru flokkarnir; besta stuttmyndin, besta tæknilega útfærslan og besti leikurinn.
Auk þess fá áhorfendur að velja sína uppáhalds mynd og eru veitt verðlaun í þeim flokki líka.
Þess má einnig geta að fyrstu verðlaun veita New York Film Academy og Kvikmyndaskóli Íslands og er andvirði þeirra 500.000 kr.
Verðlaunin í hinum flokkunum eru heldur ekki af verri endanum. Það er vel þess virði að leggja á sig gerð góðrar stuttmyndar og senda inn á hátíðina.
 
Með þökkum og kveðjum,
stjórnarnefnd KHF.