Fara í efni

Kynning á lokaverkefnum vélstjórnarnema

Tólf vélstjórnarnemar kynna lokaverkefni sín.
Tólf vélstjórnarnemar kynna lokaverkefni sín.
Næstkomandi föstudag, 26. apríl, kynna útskriftarnemendur á vélstjórnarbraut VMA lokaverkefni sín í Gryfjunni kl. 14.00. Um er að ræða sjö verkefni - fimm þeirra eru unnin af tveimur nemendum en tvö eru einstaklingsverkefni. Áætlað er að hver kynning taki um 10 mínútur. Allir eru velkomnir.

Næstkomandi föstudag, 26. apríl, kynna útskriftarnemendur á vélstjórnarbraut VMA lokaverkefni sín í Gryfjunni kl. 14.00. Um er að ræða sjö verkefni - fimm þeirra eru unnin af tveimur nemendum en tvö eru einstaklingsverkefni.  Áætlað er að hver kynning taki um 10 mínútur. Allir eru velkomnir.

Vilhjálmur G. Kristjánsson, brautarstjóri í vélstjórn, segir að þetta sé í annað skipti sem nemendum er gert að vinna lokaverkefni á lokaönn, en þessi þriggja eininga áfangi er hluti af nýrri námskrá. Við vinnslu lokaverkefnanna er leitast við að nemendurnir nýti reynslu sína úr starfsnámi á vinnustað og þá þekkingu og færni sem þeir hafa aflað sér í náminu. Markmiðið er m.a. að efla samstarf og tengsl nemenda við atvinnulífið, þjálfa þá í sjálfstæðum vinnubrögðum og standa skipulega að framsetningu og kynningu á viðfangsefnunum.

Tólf nemendur eru í þessum lokaverkefnisáfanga og sem fyrr segir eru verkefnin sjö talsins. Þau eru afar fjölbreytt. Nú þegar hefur verið greint opinberlega frá einu þeirra, hönnun og smíði próteinskilju, sem skilur prótein úr affallsvatni frá rækjuvinnslum og hefur það verkefni vakið verðskuldaða athygli.  „Já, þetta eru afar fjölbreytt verkefni – allt frá kertasteypu til aflvéla. Sem dæmi smíðaði einn nemendanna vél knúna þrýstiliofti. Markmiðið er að nemendur vinni verkefnin í nánu samstarfi við atvinnulífið og þau nýtist því. Engin vafi er á því að mörg þessara verkefna verða þróuð áfram, ég get í því sambandi nefnt vinnslu olíu úr plasti. Ég tel að í heildina hafi þetta gengið ljómandi vel og strákarnir hafa sýnt þessu mikinn áhuga og lagt metnað sinn í að vinna þessi verkefni vel. Ég er mjög sáttur við útkomuna,“ segir Vilhjálmur.

 

oskarthor@vma.is