Kynning fyrir nýja nemendur VMA fæddir 2006 og fyrr
17.08.2023
Föstudaginn 18. ágúst verður kynningarfundur fyrir nemendur sem hafa ekki áður verið í VMA eða eru að koma til baka í VMA eftir nokkurt hlé. Þetta á við um nemendur sem eru fæddir árið 2006 eða fyrr.
Á fundinum fara náms- og starfsráðgjafar yfir ýmis praktísk atriði varðandi skólann og nám ykkar hér í VMA.
Til að nemendur geti virkjað netfang og Office 365 pakkann þá þarf rafæn skilríki. Leiðbeiningar má nálgast hér á heimasíðunni - flettið niður að flipanum tölvur og tækni. Það er búið að opna fyrir það að nemendur geti virkja aðgang sinn og tilvalið að prófa það áður en komið er í skólann á morgun.
Fundurinn verður haldinn í stofu M01 kl. 12.30.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest.