Fara í efni

Kynningafundur fyrir foreldra nemenda í 9. og 10. bekk miðvikudag kl 17-18

Miðvikudaginn 29. mars nk. kl. 17.00 - 18.00 verður kynningarfundur í VMA fyrir nemendur 9. og 10. bekkja og foreldra/forráðamenn þeirra. Að kynningu lokinni verður boðið upp á skoðunarferð um skólann fyrir þá sem þess óska. Kynningarfundurinn verður í stofu M01 – gengið inn að norðan.

Stjórnendur og náms- og starfsráðgjafar kynna námsframboð skólans, þjónustu við nemendur og skólalífið almennt og svara spurningum.

Minnum á forinnritun á menntagatt.is sem stendur til 10. apríl.

Verkmenntaskólinn á Akureyri býður upp á fjölbreytt nám til stúdentsprófs og á iðn-, tækni- og starfsnámsbrautum.

Kynntu þér námið á heimasíðu skólans www.vma.is

 

Einkunnarorð VMA

 fagmennska – fjölbreytni – virðing

 eru höfð að leiðarljósi í vinnu nemenda og starfsfólks