Kynningar á fjölbreyttum lokaverkefnum
Fastur liður í námi nemenda á stúdentsprófsbrautum VMA er að við lok síðustu annarinnar í náminu kynna þeir lokaverkefni sem þeir hafa verið að vinna að á önninni. Við upphaf annarinnar velja nemendur sér efni til þess að fjalla um og síðan vinna þeir verkefnin undir handleiðslu fagkennara, skila þeim í annarlok í formi ritgerðar og halda kynningu á verkefnunum. Þessar kynningar voru í gær.
Umsjón með lokaverkefnunum að þessu sinni hafði Daníel Freyr Jónsson kennari. Kynningunum var skipt í þrjár málstofur og fylgdust nemendur í hverri málstofu með kynningum samnemenda sinna auk viðkomandi fagkennara.
Eins og vera ber voru verkefnin mjög fjölbreytt:
Kynjafordómar í flugiðnaði – Alma Ísfel Ingvarsdóttir (Fagkennari: Hildur Friðriksdóttir)
Orkudrykkir – áhrif á heilsu – Weronika Czyznska (Fagkennari: Börkur Már Hersteinsson)
Hljómsveitin Queen og markaðssetning hljómsveitarinnar – Björn Torfi Tryggvason (Fagkennari: Hilmar Friðjónsson)
Endurlífgun utan sjúkrahúss – Ólafur Anton Gunnarsson (Fagkennari: Hannesína Scheving)
Eitruð krútt – eitraðir pílufroskar – Anna María Alfreðsdóttir (Fagkennari: Jóhannes Árnason)
Áhrif fjárhagslegrar yfirtöku í fótbolta – Víkingur Leó Sigurbjörnsson (Fagkennari: Katrín Harðardóttir)
Getur notkun skynörvandi efna bætt andlega heilsu? – Alexander Freyr Þorgeirsson (Fagkennari: Valgerður Dögg Jónsdóttir)
Hvað þarf til afreka í lífinu? Nökkvi Þeyr Þórisson og Þorri Már Þórisson (Fagkennari: Birna Baldursdóttir)
Josef Mengele og rannsóknir hans – Sophie Hanna Goring (Fagkennari: Þorsteinn Kruger)
Hártíska á 20. og 21. öld: Hvernig barst tískan til íslenskra kvenna? – Heiða Björk Ingvarsdóttir (Fagkennari: Harpa Birgisdóttir)
Áhrif Covid 19 á líðan framhaldsskólanema – Ingibjörg Sara Ásgeirsdóttir og Snædís Lind Pétursdóttir (Fagkennari: Kristjana Pálsdóttir)
Íþróttafólk og vellíðan – Eva Björk Hilmarsdóttir og Inga María Hauksdóttir (Fagkennari: Kristjana Pálsdóttir)
Áhrif gæludýra á andlega heilsu – Margrét Jóna Stefánsdóttir (Fagkennari: Urður María Sigurðardóttir)
Þjónusta og úrræði fyrir einhverfa á Íslandi – Kolbrún Alexandra Hauksdóttir (Fagkennari: Margrét Bergmann Tómasdóttir)