Kynningar vélstjórnarnema - myndbönd
Eins og fram hefur komið voru kynningar á brautskráningarverkefnum vélstjórnarnema í Gryfjunni sl. mánudag. Hilmar Friðjónsson tók kynningarnar upp og hefur nú klippt þær til.
Kynningarnar voru sem hér segir:
Tilraunir með þurrís og vacum - Óskar Kristinn Ármannsson og Gunnsteinn Sæþórsson.
Hönnun á þurrísskammtara fyrir ferskfisk - Baldvin Hrafn Hreiðarsson og Björgvin Daði Sigurbergsson.
Breytingar og smíði á jeppa - Aron og Breki Sigurjónssynir.
Hönnun og smíði á krókheysi fyrir pallbíl - Bjarni Jón Kristjánsson.
Þrívíddarmódel af vinnslubúnaði til notkunar í skipum - Breki Harðarson.
Þrívíddarmódel af Francis vatnstúrbínu - Eyþór Gíslason.
Hönnun og smíði á innréttingum í hesthús - Fannar Reykjalín Þorláksson og Gerður Björg Vin Harðardóttir.
Glussaknúin vinda til að ná upp girðingum - Guðmundur Smári Guðmundsson.
Volvovél gerð upp og sett í Mözdu RX7 - Gunnar Konráð Finnsson.
Handbók fyrir vélstjóra í viðhaldsdeild frystihúss Eskju á Eskifirði - Steinn Jónsson.
Metanól til notkunar á skipavélar - Hákon Karl Sölvason.