Kynning á morgun fyrir 10. bekkinga og forráðamenn
30.03.2016
Kynningarfundur fyrir nemendur 10. bekkjar og forráðamenn þeirra verður haldinn á morgun, fimmtudag, 31. mars, kl. 17-18 í stofu MO1 – gengið inn að norðan.
Á þessum árlega fundi munu náms- og starfsráðgjafar skólans, stjórnendur hans og nokkrir nemendur kynna hvað skólinn hefur upp á að bjóða í námi, félagslífi og skólalífinu almennt og að sjálfsögðu svara fyrirspurnum 10. bekkinga og forráðamanna.
Sem kunnugt er hóf Verkmenntaskólinn sl. haust að bjóða upp á nám til stúdentsprófs sem er skipulagt sem þriggja ára nám. Og nú er langt komin vinna við nýja námskrá í iðn- og tækninámi skólans. Ítarlegar upplýsingar um nám í VMA er á heimasíðu skólans – www.vma.is
Rétt er að minna á að forinnritun stendur til 10. apríl nk. á www.menntagatt.is