Fara í efni

Leiklistarnámskeið fyrir nemendur VMA

Stjórn Þórdunu og Leikfélag VMA bjóða upp á leiklistarnámskeið fyrir nemendur VMA! Námskeiðið er ætlað bæði byrjendum og lengra komnum og verður haldið dagana:

Þriðjudagur 14. janúar
Miðvikudagur 15. janúar
Fimmtudagur 16. janúar

Tími: Kl. 19:00–21:00
📍 Staðsetning: Stofa M01

Kennari: Pétur Guðjónsson

Á námskeiðinu verður farið yfir:

  • Leiðir til að skapa áhugaverða karaktera
  • Tækni við spuna og hvernig á að láta hann ganga
  • Aðferðir til að takast á við sviðsskrekk

Aðaláherslur:

  • Það er ekkert asnalegt!
  • Það á alltaf að vera gaman!

🚨 ATH: Takmarkaður fjöldi kemst á námskeiðið, svo tryggðu þér pláss í tíma!

Skráning: Sendu tölvupóst á solveig.b.elisabetardottir@vma.is í síðasta lagi mánudaginn 13. janúar.