Leyndir hæfileikar kennara
Kennurum VMA er margt fleira til lista lagt en að kenna nemendum sínum. Margir þeirra búa yfir leyndum hæfileikum á ýmsum sviðum handverks og gefur nú að líta hluta af þeim fjölbreyttu munum sem þeir hafa unnið. Handverkið er sýnt á kennarastofunni í A-álmu og setustofu inn af kennarastofunni.
Sýninguna kalla kennararnir "Hin hliðin" og það á sannarlega vel við. Hér má sjá nokkrar myndir Hilmars Friðjónssonar af handverkinu.
Þeir sem sýna eru:
Adam Óskarsson – renndir gripir úr ýmsum viðartegundum.
Björg Eiríksdóttir – bókverk.
Erna Hildur Gunnarsdóttir – kerti – prentað á servíettu og brætt á kertin, blómapottar áletraðir með ljósrituðum
pappír og Modpodge.
Guðjón Ólafsson – flugmódel og ræðupúlt úr eik.
Hilmar Friðjónsson – ljósmyndir.
Karen Malmquist – ýmiskonar handverk.
Karín M. Sveinbjörnsdóttir – Flekar – þæft textílverk.
Kjartan Heiðberg – málverk á striga.
Kolla Viggós – ljósmynd.
Morgunvagtin – prjónles og kerti.
Ragnheiður Þórsdóttir – vefnaður, púðar (salúnvefnaður) og sjal.
Valgerður Jónsdóttir – saumaðir klútar.
Wolfgang Frosti Sahr – hnífar, tré, leður og hreindýrahorn.
Þorbjörg Jónasdóttir – olía á striga og akrýl á striga.