Líkamsræktarsalurinn breytti miklu
„Aðstaðan hérna er mjög góð og nýtist okkur afar vel í kennslunni. Tilkoma þessa líkamsræktarsalar breytti miklu í íþróttakennslunni í skólanum,“ segir Jóhann Gunnar Jóhannsson, einn af íþróttakennurum VMA, um íþróttasalinn í kjallara miðrýmis skólans - svokallaðrar M-álmu.
Áður en þessi álma kom til sögunnar bjó íþróttakennslan í skólanum við nokkuð þröngan kost og drjúgur hluti hennar var í Íþróttahöllinni. En með tilkomu líkamsræktarsalarins færðist kennslan að töluverðu leyti inn í skólann, en eftir sem áður er VMA með íþróttatíma í Höllinni – einkum þó í boltaíþróttum. „Líkamsræktarsalurinn býður upp á ýmsa möguleika og hann er vel tækjum búinn,“ segir Jóhann Gunnar, en þar eru þrekhjól, stangir og lóð og öll önnur helstu tæki til styrktarþjálfunar.
Jóhann Gunnar segir að allir nemendur skólans taki grunnnáfanga í íþróttum. „En síðan geta nemendur tekið valáfanga af ýmsum toga og eðli málsins samkvæmt eru nemendur á íþróttabrautinni eðli málsins mun meira í íþróttum en aðrir. Dæmi um valáfanga sem stendur nemendum til boða er þrek, dans og jóga. Það má eiginlega segja að það hafi orðið sprenging í aðsókn í jógatímana í vetur,“ segir Jóhann Gunnar Jóhannsson.