Listsköpun út frá gömlum listaverkum
14.03.2016
Þessa dagana stendur yfir sýning á austur/vestur ganginum í VMA á verkum nemenda á listnámsbraut þar sem viðfangsefnið var að vinna með gömul og þekkt listaverk. Annars vegar unnu nemendur í áfanganum Listir og menning hjá kennurunum Véronique Anne Germaine Legros og Helgu Björk Jónasardóttur klippimyndir þar sem sjónum var m.a. beint að tveimur þekktum verkum, annars vegar Venus frá Willendorf og hins vegar Birth of Venus eftir Sandro Botticelli. Hins vegar unnu nemendur í áfanganum MYL 3036 verk í anda franska myndhöggvarans Francois Auguste René Rodin, betur þekktur sem Auguste Rodin.