Fara í efni

Ljósmyndir VMA-nema á sýningu í Deiglunni

Ljósmyndasýningin er í Deiglunni í Listagilinu.
Ljósmyndasýningin er í Deiglunni í Listagilinu.

Á morgun, laugardaginn 15. nóvember, kl. 15 verður opnuð í Deiglunni á Akureyri ljósmyndasýningin Sólarbögglar. Sýningin er samstarfsverkefni Listhússins í Fjallabyggð og Listasafnsins á Akureyri og þar eru sýndar 30 ljósmyndir sem nemendur á listnámsbraut VMA og Menntaskólans á Tröllaskaga tóku í febrúar sl. en þar unnu nemendurnir með sólarljósið á ýmsan hátt og fönguðu það í gegnum svokallaðar nálargatsmyndavélar (solargraphy).

Að þessu verkefni komu listamennirnir Stanley Ng og Ceci Liu frá Hong Kong með yfir 50 „pinhole“ myndavélar sem notaðar voru fyrir sýninguna. Þessar myndavélar hafa lítið ljósop, enga linsu og samanstanda vanalega af boxi með gati á einni hlið sem safnar ljósi frá umhverfinu og snýr því á hvolf. Af þeim sökum þarf langan lýsingartíma en allar myndirnar á sýningunni eru með lýsingartíma allt að tveimur mánuðum.
Sýningin, sem er haldin með stuðningi Fotologue Culture í Hong Kong og Menningarráðs Eyþings, stendur til 7. desember og verður opin þriðjudaga-sunnudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.