Lokaverkefni húsgagnasmiða - borðstofuskápur Berglindar
Berglind Júdith Jónasdóttir lauk námi í húsgagnasmíði nú í vetur. Hún útskrifaðist af húsasmíðabraut vorið 2008 og hefur nú bætt við sig húsgagnasmíðinni ásamt stúdentsprófi að loknu iðnnámi. Á útskriftinni þann 26. maí síðastliðinn fékk Berglind viðurkenningu fyrir góðan árangur í faggreinum húsgagnasmiða frá Byggiðn, félagi byggingamanna.
Á myndinni sjáum við lokaverkefni hennar, en það var borðstofuskápur sem hún hannaði í samráði við kennara sinn í teiknitímum í áfanganum THG303 og smíðaði í LHG106, lokaverkefni húsgagnasmiða. Skápurinn er spónlagður eikar– og hnotuspæni, með gegnheilum köntum. Í vetur smíðaði hún einnig hornborð með spóninnlagningu, ruggustól og náttborð ásamt því að gera upp gamlan stól í áfanga um húsgagnaviðgerðir, HGV 102. Stóllinn var smíðaður hjá Valbjörk á Akureyri á sjöunda áratug síðustu aldar.
Borðstofuskápur Berglindar
Vandaður skápur
Skápurinn opnaður