Lokaverkefni nemenda á stúdentsprófsbrautum kynnt
Í lok hverrar annar er fastur liður að brautskráningarnemar á stúdentsprófsbrautum kynni lokaverkefni sín. Þau eru af ýmsum toga og tengjast viðkomandi námsbrautum og einnig ræðst val nemenda af áhuga þeirra á viðfangsefninu.
Í gær var komið að kynningu lokaverkefna brautskráningarnema á stúdentsprófsbrautum sem fá í hendur prófskírteini sín 21. desember nk. Nokkrir nemendur voru fjarverandi í gær en eftirtalin kynntu verkefni sín:
Björgvin Máni Bjarnason: Fjármál íþróttamanna.
Gunnlaugur Geir Gestsson: Hagvöxtur í grænum hagkerfum.
Jósep Snorri Svanbergsson: Áhrif fækkunar sauðfjárbúa á fæðuöryggi.
Arnar Kar Wee Yeo: Áhrif tölvuleikja á ungt fólk.
Magnús Rosazza: Dagur í lífi golfvallarstarfsmanns – golfvallarfræði.
Bjarni Hólmgrímsson: Necrosis – áhrif á heilsu og sjúkdóma.
Elvar Hólm Guðmundsson: Heimsmynd í fantasíu.
Tómas Ernir Guðmundsson: Mikilvægi reglulegrar hreyfingar.
Aþena Marey Ingimarsdóttir: Kvíði barna og unglinga – ástæður og áhrif á námsárangur og félagsleg samskipti.