Lokaverkefni sjúkraliðanema
12.05.2020
Sjúkraliðanemar unnu lokaverkefni sín rafrænt að þessu sinni en verkefnin voru kynnt 4. maí sl. Níu nemendur unnu að lokaverkefnum að þessu sinni en þrír þeirra útskrifast úr náminu núna í maí. María Albína Tryggvadóttir var leiðbeinandi sjúkraliðanemanna við lokaverkefnin.
Lokaverkefni sjúkraliðanemanna voru kynnt 4. maí á fjarfundum. Verkefnin eru:
Sykursýki (sykursýki 1- lífið með langvarandi sjúkdóm) - Anna Karen og Þórhalla Kolbrún
MS (MS- Multiple sclerosis - hjúkrun á líkama og sál) - Laufey Hulda
Ertu að kafna? Langvinn lungnateppa - Inga Fanney og Ylfa María
Ristil- og endaþarmskrabbamein – lúmskur gestur - Sonja Lind
Covid – veiran sem tröllreið heiminum - Kolbrún Halla
Þunglyndi – svartnætti sálarinnar - Ása Rut og Sædís