Lokaverkefni vélstjórnarnema aðgengileg á vefnum
Einn af föstum liðum við lok vorannar í VMA eru kynningar á lokaverkefnum útskriftarnema í vélstjórn til D-réttinda, sem er síðasti áfangi vélstjórnarnáms. Vilhjálmur Kristjánsson kennari hefur umsjón með lokaverkefnunum.
Undanfarin ár hefur öllum áhugasömum verið velkomið að fylgjast með kynningum á lokaverkefnum vélstjórnarnemanna. Í ár var ekki unnt að hafa kynningarnar opnar vegna sóttvarnareglna. Engu að síður fluttu tólf nemendur kynningar á verkefnum sínum og tók Hilmar Friðjónsson kennari þær upp á myndbönd, klippti þau til og færði á Youtube þar sem kynningarnar eru nú aðgengilegar.
Inngangsorð Vilhjálms Kristjánssonar kennara.
Eftirtalin eru lokaverkefni vélstjórnarnema vorið 2020:
Agnar Ólafsson og Þorvaldur Elíasson - Sagdreifari - hönnun og smíði
Bjarki Jóhannsson - Kartöfluþvottavél
Sigurður Andri Gunnarsson - Lífgasvinnsla úr kúamykju
Aron Haraldsson - Orkunotkun og orkudreifing um borð í skuttogara
Ársæll Kolgrímur Hrafnsson - Vindhraðamælir
Birgir Már Birgisson og Haraldur Vilhjálmsson - Aflameðferð í íslenskum fiskiskipum
Hjörleifur H Sveinbjarnarson - Hnakkageymsla - lofttemprun
Hlynur Kristjánsson - Ásrafall settur í fiskiskip
Rafnar Berg Agnarsson og Guðmundur Árni Stefánsson - Glussapressa