LXR fékk silfrið!
Nemendur Írisar Ragnarsdóttur í frumkvöðlafræði í VMA gerðu það heldur betur gott í liðinni viku þegar fyrirtæki þeirra, LXR, fékk önnur verðlaun í keppninni um frumkvöðlafyrirtæki ársins. Úrslitin voru kynnt í Reykjavík sl. fimmtudag.
Í vetur hafa nemendur í frumkvöðlafræði þróað fjölbreyttar vörur undir heitinu LXR og þær voru síðan settar í sölu á Akureyri og kynntar á árlegri vörumessu ungra frumkvöðla í Smáralind 12. og 13. apríl sl. Þar kynntu um 600 nemendur frá 14 framhaldsskólum um 130 fyrirtæki. Þann 26. apríl kynnti dómnefnd hvaða 30 fyrirtæki myndu keppa til úrslita í fyrirtækjasmiðju ungra frumkvöðla og eitt þeirra var að sjálfsögðu LXR. Kynningar og viðtöl við dómara fóru síðan fram í Arion banka í Reykjavík 1. og 2. maí sl. og niðurstaðan var sem hér segir.
Algjörlega magnaður árangur hjá LXR-nemendunum og kennara þeirra Írisi Ragnarsdóttur.