Lýðheilsuvika í VMA
Þessa viku verður lýðheilsa í öndvegi í VMA og verður ýmislegt í boði af því tilefni. Einn af dagskrárliðunum sem oft kemur fyrir í dagskránni er núvitund. Á vefnum doktor.is er áhugaverð samantekt Stefaníu Aspar Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðings á núvitund.
Mánudagur 16. september
Kl. 09:30 - Gryfjan - Núvitund og kynning á lýðheilsuvikunni.
" 09:55 - B11 - Núvitundarsetur opnað - kynning og æfingar.
" 13:15 - M01 - Núvitundarfræðsla - Valgerður Dögg Jónsdóttir, kennari.
" 14:45 - M11 - Jóga - Sigríður Björk Hafstað, nemandi í VMA og jógakennari.
" 16:10 - M11 - Safnast saman í hjólaferð. Hjólaður stígurinn inn að Hrafnagili og til baka á hæfilegum hraða sem allir ráða við og á öllum gerðum af hjólum. Allir hvattir til þess að taka þátt.
Þriðjudagur 17. september
Kl. 08:30 - Sprækir VMA-nemar og kennarar leggja af stað í rútu til Hafnarfjarðar til þátttöku í hinu árlega Flensborgarhlaupi.
" 09:30 - Gryfjan - Núvitund.
" 16:10 - M11 - Opinn tími.
" 17:30 - Flensborgarhlaup.
Miðvikudagur 18. september
Kl. 09:30 - Gryfjan - Bocciamót - kennarar og nemendur keppa. Bocciavöllurinn verður síðan opinn allan daginn og er ástæða til þess að hvetja alla til þess að prófa þennan skemmtilega leik.
" 16:10 - M11 - Opinn tími.
Fimmtudagur 19. september
Kl. 09:30 - Gryfjan - Bekkpressumót í umsjón Kraftlyftingafélags Akureyrar. Réttstöðulyftumót KFA sl. vetur var gríðarlega vel heppnað og vel sótt. Þetta verður ekki síðra!
" 09:55 - M01 - Núvitundarfræðsla - Valgerður Dögg Jónsdóttir, kennari.
" 13:15 - M11 - Salsakennsla - Wolfgang Frosti Sahr, kennari.
" 16:10 - M11 - Opinn tími.
Föstudagur 20. september
Kl. 09:30 - Gryfjan - Keppni í sjómanni.
" 11:25 - M01 - Jákvæð sálfræði. Urður María Sigurðardóttir og Kristjana Pálsdóttir, kennarar.