Mannréttindafrömuðir teiknaðir
11.11.2016
Í tilefni af mannréttindaviku í VMA í síðustu viku, þar sem sjónum var beint að mannréttindum að Íslandi og út um allan heim í víðum skilningi, teiknuðu nemendur á fyrsta ári listnámsbrautar myndir af nokkrum þekktum andlitum sem á einn eða annan hátt hafa komið við sögu mannréttinda í heiminum á 19. og 20. öld. Fólkið sem nemendurnir teiknuðu eru Martin Luther King, Vigdís Finnbogadóttir, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Abraham Lincoln, Harvey Bernard Milk, Malala Yousafzai, Nadya Tolokonnikova, Nelson Mandela og Aung San Suu Kyi.