Matsmiðjan hefur opnað aftur
Nú er loksins komið að því sem við höfum öll beðið eftir – staðarnám að hefjast á ný og Kaffiterían því að opna aftur en þó með nokkuð breyttu fyrirkomulagi að sinni í ljósi þeirra fjöldatakmarkana sem í gildi eru.
Fyrst ber að nefna að Gryfjunni verður skipt niður í tvö sóttvarnahólf – og verður hvort hólf með sína afgreiðslu í Kaffiteríunni. Þá verður fyrst um sinn ekki boðið upp á hefðbundinn hádegisverð úr borði – en í boði verður að panta rétt dagsins og fá afhendan um hádegisbil í Kaffiteríunni í einstaklingsbökkum.
Pantanir á hádegismat: Vikuna 18. -22. janúar skal panta hádegisverð í Kaffiteríunni fyrir kl 10.00 – en bendum á að panta má fyrir alla vikuna í senn, hvort heldur sem er pantaður einn dagur eða fleiri. Fyrirkomulag verður skoðað og endurmetið ef þörf þykir og verða þá senda út upplýsingar ef einhverjar breytingar verða.
Matseðil vikunnar má sjá í Kaffiteríunni sem og á heimasíðu okkar www.matsmidjan.is undir VMA.
Alla daga verður opið frá 8.00 – 14.00 fyrir almenna afgreiðslu þar sem í boði verður að kaupa samlokur, drykki og annað eins og venjulega.
Fyrirkomulag á opnunartíma og afgreiðslu á hádegisverði verður endurskoðað um leið og nýjar upplýsingar koma frá yfirvöldum sem von er á um miðjan febrúar.
Annakort – við munum ekki bjóða uppá annarkort til sölu þess önn – en bendum á afsláttarkortin okkar. Þeir nemendur sem áttu annarkort í haust stendur til boða að nýta inneign sína til að greiða fyrir slík kort, eiga sem inneign og/eða nýta til annarra kaupa í Kaffiteríunni. Ef korthafar sjá ekki fyrir sé að nýta þjónustu Kaffiteríunnar með nokkru móti munum við endurgreiða eftirstöðvar korta haustsins.
Allar nánari upplýsingar varðandi afsláttakort má nálgast hjá starfsfólki Kaffiteríunnar.
Vegna upplýsinga um nýtingu inneigna vegna annarkorta eða endurgreiðslu vinsamlega sendið tölvupóst á matsmidjan@matsmidjan.is
Hlökkum til að sjá ykkur – bestu kveðjur,
- starfsfólk Kaffiteríunnar VMA og Matsmiðjunnar