Fara í efni

Matsönn VMA í apríl-júní 2011

Matsönn er ætluð þeim grunnskólanemendum úr 10. bekk, sem sótt hafa um skólavist í VMA á komandi haustönn í gegnum forinnritun og hlotið hafa hið minnsta 8,0 í 9. og 10. bekk í þeim greinum sem umsækjandi hyggst þreyta próf í. Matsönn er ætluð þeim grunnskólanemendum úr 10. bekk, sem sótt hafa um skólavist í VMA á komandi haustönn í gegnum forinnritun og hlotið hafa hið minnsta 8,0 í 9. og 10. bekk í þeim greinum sem umsækjandi hyggst þreyta próf í.
Umsækjendum verður gefinn kostur á að þreyta próf í byrjunaráföngum í fimm greinum; ensku (Ens 103) , íslensku (Ísl 103), náttúrufræði (Nát 103), stærðfræði (Stæ 102) og upplýsingatækni (Utn 103). Eru áfangarnir metnir til allt að 14 námseininga.
   
Matsönn VMA er hugsuð fyrir duglega nemendur í bóknámi sem vilja nýta sér sveigjanleika áfangakerfisins og flýta námi sínu til almenns stúdentsprófs, stúdentsprófs að loknu starfsnámi eða framhaldsskólanámi af hvaða tagi sem er. Einingarnar sem nemendur öðlast á matsönn verða metnar og öðlast nemendur þannig  rétt til þess að innrita sig í framhaldsáfanga í viðkomandi greinum þegar þeir hefja nám í VMA  að hausti eftir því sem við á.
   
Verðandi próftökum verður boðið á tvær kynningar, 7. apríl og 13. maí kl. 16.00 21.00 að meðtöldum frímínútum og stuttu matarhléi. Foreldrum er frjálst að koma með börnum sínum.  Farið verður yfir helstu þætti er varða skipulag skólans og áfangakerfisins. Kynntar verða áfangalýsingar þeirra greina sem prófað verður í, farið yfir helstu atriði kennsluáætlana, gerð grein fyrir  kröfum um hæfni, þekkingu og færni og fyrirkomulagi prófa.  Gert er ráð fyrir að kennarar leggi verkefni og ýtarefni á Moodle-kennsluvefinn og annað sem gæti komið nemendum að gagni við  undirbúning. Ekki verður um eiginlega kennslu að ræða. Allar áfangalýsingar og kennsluáætlanir er jafnframt að finna á heimasíðu skólans: www.vma.is.

Prófin fara fram dagana 6. - 10.  júní kl. 09.00-11.00.

Kostnaður: Nemendur greiða innritunargjald kr. 9.000, sem gildir jafnframt fyrir haustönn.
Umsóknarfrestur er frá 30. mars til 6. apríl.

Umsóknareyðublaðið er hér.

Sérstakur kynningarfundur verður haldinn fyrir umsækjendur og foreldra þeirra mánudaginn 28. mars kl. 18.