Fara í efni

Mikil aðsókn í húsasmíði í kvöldskóla

Nú þegar lokað hefur verið fyrir umsóknir í húsasmíði í kvöldskóla er ljóst að mikill áhugi er á þessu námi út í samfélaginu. 

44 umsóknir bárust í gegnum umsóknarvef skólans og þar sem eingöngu 12 pláss eru í boði þá er ljóst að ekki fá allir inn sem vilja. 

Innritunarnefnd mun hafa inntökuskilyrðin til hliðsjónar við innritun þ.e.a.s. að “nemandi hafi náð 23 ára aldri og/eða hafi viðeigandi starfsreynslu.”  Mikil áhersla verður lögð á starfsreynslu og þá verður haft samband við umsækjendur ef þarf að leita eftir frekari gögnum/upplýsingum.

 

Nánari upplýsingar veitir Baldvin Ringsted sviðsstjóri verk- og fjarnáms í síma 464-0300, baldvin@vma.is