Djúpið - áhrifamikil sýning
Djúpið, stuttverk eftir Emblu Björk Hróadóttur, var frumsýnt á þemaviku í Gryfjunni sl. þriðjudag fyrir nýnema í lífsleikni og er óhætt að segja að verkið sé áhugavert og snerti áhorfendur. Eins og hefur komið fram hér á heimasíðunni í viðtali við Emblu Björk, sem jafnframt leikstýrir uppfærslunni, fjallar verkið um andlegt ofbeldi í nánum samböndum. Embla byggir verkið á eigin reynslu og lítur á það sem forvarnaverkefni.
Á morgun, fimmtudag, verður önnur sýning fyrir nemendur á fyrsta ári í lífsleikni kl. 11:10 og á föstudaginn verður sýning kl. 12:45 fyrir starfsfólk og nemendur skólans. Sýningin tekur 10 til 12 mínútur.
Hér eru myndir sem voru teknar á frumsýningu Djúpsins í Gryfjunni sl. þriðjudag.
Leikarar í sýningunni eru Örn Smári Jónsson, Eyrún Arna Ingólfsdóttir og Emilía Marín Sigurðardóttir. Um ljós og hljóð sér Sigurður Bogi Ólafsson.